Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Dýrahjálp Íslands, félag
Dýrahjálp Íslands, félag
Dýrahjálp er nýstofnað félag sem vinnur að því markmiði að leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf og að vinna almenning í landinu til fylgis og stuðnings við dýravernd. Öll vinna sem aðstandendur félagsins vinna í þágu félagsins er sjálfboðavinna.
Í nágrannalöndum okkar eru til staðar dýraathvörf sem taka við dýrum í leit að nýjum eigendum. Hér á landi er til staðar Kattholt sem vinnur að sama markmiði og við, en einungis fyrir ketti. Það er mat okkar að það sé mikil eftirspurn eftir slíku athvarfi hér á landi sem tekur við hundum, kanínum og öðrum gæludýrum. Eins og er eru ófá dýr sem eru svæfð á hverju ári og fara þau fjölgandi. Við erum sannfærð um að Dýrahjálp getur unnið á móti þessari þróun.
Í dag vinnur Dýrahjálp þá undirbúningsvinnu sem þarf til að koma á fót dýraathvarfi sem getur tekið á móti dýrum sem er í leit að heimili. Þangað til að athvarf verður opnað er Dýrahjálp með heimasíðu þar sem eigendur í leit að nýju heimili fyrir dýr sín geta leitað til og eru dýr auglýst þar og höfum við nú þegar fundið heimili fyrir fjöldann allan af dýrum. Ef aðstæður eigenda eru erfiðar og dýrið þarf að yfirgefa hemilið strax, vegna ofnæmis eða flutnings erlendis, höfum við fósturheimili þar sem sjálfboðaliðar taka að sér dýrin þar til framtíðarheimili finnast. Alltaf er þörf á slíkum fósturheimilum og óskum við eftir að ef þú hefur áhuga á því að bjóða dýri fósturheimili þá hafir þú samband við okkur.
Nóv. 2024 |
S |
M |
Þ |
M |
F |
F |
L |
|
|
|
|
|
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 379
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar